Karl og Vilhjálmur hittu ekki Trump

Karl og Vilhjálmur sinntu öðrum konunglegum verkefnum meðan á heimsókn ...
Karl og Vilhjálmur sinntu öðrum konunglegum verkefnum meðan á heimsókn Donald Trump stóð. AFP

Karl bretaprins og Vilhjálmur bretaprins voru ekki viðstaddir heimsókn Donald Trump á föstudaginn síðastliðinn. Sögusagnir voru á kreiki um að prinsarnir hafi ekki viljað hitta Trump í heimsókn hans. Talsmaður hallarinnar hefur hins vegar gefið það út að þeir hafi aldrei átt að vera hluti af heimsókninni.

Elísabet önnur Englandsdrotting hitti forsetahjónin bandarísku, en á meðan voru Karl og Vilhjálmur að sinna öðrum verkefnum. Talmaðurinn segir heimsóknina hafi verið skipulagða með þessum hætti til að tryggja að hún yrði ekki of löng, en Trump hefur verið á faraldsfæti um Evrópu síðustu vikuna.

Elísabet önnur Englandsdrottning ásamt forsetahjónunum Melaniu og Donald Trump.
Elísabet önnur Englandsdrottning ásamt forsetahjónunum Melaniu og Donald Trump. AFP
mbl.is