Hita upp fyrir Billy Idol á fyrstu tónleikunum

Eyþór Ingi Gunnlaugsson og félagar í Rock Paper Sisters munu …
Eyþór Ingi Gunnlaugsson og félagar í Rock Paper Sisters munu hita upp fyrir Billy Idol. Ljósmynd/Örlygur Smári

Hin nýstofnaða Rock Paper Sisters með Eyþór Inga Gunnlaugsson í broddi fylkingar mun hita upp fyrir Billy Idol í Laugardalshöll 1. ágúst. Hljómsveitin er það nýstofnuð að tónleikarnir verða þeir fyrstu sem hljómsveitin mun koma fram á. 

Eyþór Ingi segir þetta vera mikinn heiður enda Billy Idol einn af hornsteinum 80's rokksenunnar. „Þetta er bara gaman og sérstaklega mikill heiður fyrir glænýja hljómsveit, þetta eru fyrstu tónleikarnir,“ segir Eyþór Ingi í samtali við Mbl.is. Eyþór segir að félagi sinn hafi orðað það þannig að það væri gott að byrja bara á einhverju „litlu“ eins og að hita upp fyrir Billy Idol. 

Hlutirnir hafa þróast mjög hratt, við gáfum út okkar fyrsta lag á dögunum. Það er bara samið og gefið út um leið. Við höfum verið að semja og vorum að huga að því að halda tónleika og hrista bandið saman og þá kom þetta tækifæri,“ segir Eyþór Ingi en hljómsveitin fór að hittast reglulega í febrúar. Hann segir tónleikana hafa verið ágæta vítamínsprautu þar sem þeir tóku sig til og kláruðu texta við nokkur lög og segir Eyþór lögin vera brakandi fersk, ekki getað verið nýrri. 

 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.