Youssou N'Dour á leið til landsins

Youssou N'Dour er einn þekktasti og vinsælasti tónlistarmaður Afríku.
Youssou N'Dour er einn þekktasti og vinsælasti tónlistarmaður Afríku.

Youssou N´Dour, einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 29. ágúst næstkomandi, ásamt hljómsveit. N'Dour hélt eftirminnilega tónleika hér á landi í júní árið 2000 og voru þeir á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Music festival. Kom þar fram „grúi tónlistarmanna“, eins og sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um tónleikana nokkrum dögum síðar og „stóðu sig misjafnlega sem vonlegt er“. Var það mat tónlistarrýnis blaðsins að N'dour hafi verið bestur allra og þá ekki bara fyrir frábæran söng og afbragðslagasmíðar, heldur einnig hljómsveitina sem lék með honum. Þótti rýni N'Dour vera öflugur á sviðinu, sviðsvanur og sjálfsöruggur. 

Það var stiginn villtur dans í Laugardalshöllinni við afríska sveiflu …
Það var stiginn villtur dans í Laugardalshöllinni við afríska sveiflu Youssou N'Dour 10. júní árið 2000. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

N'Dour er frá Senegal og hefur um árabil verið einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku og þá bæði í heimsálfunni sem utan hennar og fyllir enn tónleikastaði um allan heim.  

„N'Dour ferðast um með stóra hljómsveit sem framreiðir ótrúlega bylgju af tónlist sem er blanda af senegölskum tónlistarhefðum með áhrifum frá latneskri danstónlist, kúbverskri rúmbu, tangói og jafnvel djassi og hiphopi,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna og að á tónleikunum í Eldborg muni N'Dour mæta með stórskotalið í afrískum takti og hruna. 

Miðasala hefst föstudaginn 20. ágúst á harpa.is og tix.is

Hér má sjá myndband við lagið „7 Seconds“ sem er líklega þekktasta lag N'Dour. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler