Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

Wolfram Morales framkvæmdastóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu …
Wolfram Morales framkvæmdastóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heila á Siglufirði. Ljósmynd/KS-Art Photography

Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is.

Morales er mögulega einhverjum Íslendingum kunnur. Árið 2016 kom hann til landsins og talaði um samfélagsbanka á málþingi Dögunar um efnið, en Morales stýrir þýska samfélagsbankanum Sparkassen, sem er net svæðisbundinna banka þar í landi. Sparkassen-bankar hafa hátt í 50% markaðshlutdeild í Þýskalandi.

Á vef Trölla segir að hjónin hafi ákveðið að gifta sig á Íslandi, þar sem marga mánuði geti tekið að fá fógeta til að gifta sig í á þeirra heimaslóðum. Upphaflega ætluðu þau að láta pússa sig saman í Reykjavík, en þar reyndist biðin eftir sýslumanni lengri en þau höfðu áætlað. 

„Gegnum kunningsskap fréttist af því að á Siglufirði væri hægt að gifta sig hjá sýslumanni með stuttum fyrirvara. Það var því ákveðið að slá til og fara í skemmtiferð til Siglufjarðar og gifta sig í leiðinni,“ segir á vef Trölla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason