Svala fer „sóló“

Úr myndbandinu við lagið „For The Night“.
Úr myndbandinu við lagið „For The Night“. Ljósmynd/Saga Sig
Svala Björgvinsdóttir er að gefa út nýtt lag í dag á Spotify sem heitir „For The Night“. Lagið samdi hún með Einari Egilssyni og Ryland Blackington í Los Angeles. Í dag kemur einnig út tónlistarmyndband leikstýrt og tekið af ljósmyndaranum og leikstjóranum Sögu Sigurðardóttur. Áhugasamir geta séð tónlistarmyndbandið á Youtube hér neðar í fréttinni. 
„Lagið er af nýrri sóló EP plötu sem kemur út í haust og er dreifð af Sony í Danmörku. Lagið fjallar um freistingar og tilfinningar og langanir til aðila sem þú heldur að þú sért komin yfir en þegar þú hittir þennan aðila þá koma allar þessar tilfinningar til baka. Þetta eru svona vangaveltur um ástina.“
Ný sóló EP plata kemur út í haust með Svölu …
Ný sóló EP plata kemur út í haust með Svölu Björgvinsdóttur og verður dreift af Sony í Danmörku. Ljósmynd/Saga Sig
Aðspurð um hvaðan hugmyndin að textanum hafi komið segir Svala: „Ég hef verið lagahöfundur í mörg ár og samið mikið af lögum, ég sem oft um mig og mínar reynslur en líka einnig um vini mína og hvað þeir eru að ganga í gegnum. Í raun dreg ég innblásturinn allstaðar að. Ég og Einar og Ryland sömdum þetta lag saman og við höfðum öll gengið í gegnum svona tilfinningar á einhverjum tíma í lífinu að vera ekki komin yfir einhverja manneskju og allskonar tilfinningar sem fylgja því.
Freistingar, langanir og allskonar tilfinningar sem maður finnur fyrir þegar einhver hefur sterk tök á manni þó svo maður sé ekki lengur með þessari persónu. Okkur fannst þetta bara skemmtileg pæling og textinn fór bara útí þetta.“
Svala og Einar eiginmaður hennar eru ein af fáum sem eiga langa, ástríka tíma saman í tónlistarbransanum. Hvernig fer það að vinna saman og vera hjón?
Svala segir að hún og Einar eiginmaður hennar hafi samið rosalega mikið af tónlist saman í gegnum árin. „Þegar við erum að vinna að tónlist þá erum við ekki hjón, þá erum við samstarfsfélagar og erum mjög „professional“. Við erum bara hjón þegar við erum ekki að vinna. Það er mikilvægt að það sé ákveðið munstur þegar maður vinnur svona mikið saman því annars fer allt í flækju. Þetta virkar allavega fyrir okkur,“ segir Svala og brosir.
Svala segist vera rosalega spennt fyrir því að gefa þetta lag út og myndbandið. 
„Ég hef ekki gefið út „sóló“ efni síðan ég gaf út „Paper“ og keppti í Eurovision. Ég er spennt að gefa út fullt af nýrri tónlist á þessu ári og spila út um allt á Íslandi sem og erlendis. Það er hægt að finna lagið á Spotify og myndbandið á Youtube. Eins vil ég hvetja fylgjendur mína til að fylgja mér á Instagram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson