Gunn rekinn frá Disney

James Gunn á frumsýningu Guardians of the Galaxy Vol. 2 …
James Gunn á frumsýningu Guardians of the Galaxy Vol. 2 fyrr á þessu ári. AFP

Kvikmyndafyrirtækið Disney hefur rekið leikstjóra Guardians of the Galaxy Vol 3. frá störfum eftir að móðgandi Twitter-færslur hans voru dregnar fram í dagsljósið á ný. Tökur á myndinni áttu að hefjast á næsta ári. Ekki hefur verið gefið út hver mun taka við leikstjórninni.

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn James Gunn baðst afsökunar á færslunum en í þeim virtist hann vera að gera grín að barnaníði og nauðgunum. Færslurnar fóru í umferð manna á milli á ný á netinu nýlega. 

Alan Horn, forstjóri Walt Disney Studios greindi frá því í gær að Gunn hefði verið látinn taka pokann sinn. Sagði hann ummæli Gunns óverjandi og ganga gegn gildum kvikmyndaversins.

Gunn samdi handritið að og leikstýrði fyrstu tveimur Guardians of the Galaxy-myndunum. Í þeim fóru þau  Chris Pratt, Zoe Saldana og Bradley Cooper meðal annarra með aðalhlutverk. Þær voru gríðarlega vinsælar og öfluðu Disney mikilla tekna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant