Nýtt lag frá Axel Flóvent

Ljósmynd/Aðsend

Íslenski tónlistarmaðurinn Axel Flóvent gaf út nýtt lag á föstudaginn sem ber nafnið Closer To You. Lagið fjallar um fjarlægð sem myndast oft í samböndum. „Lagið er samtal tveggja aðila sem eru að reyna að skilja hvort annað betur og “reyna allt” til þess að mynda betri tengsl og nánd og ýta hvort öðru í burtu í staðinn,“ segir Axel.

Axel Flóvent segir innblástur frá unglingsárum sínum muni alltaf koma fram í tónlist hans. „Ég sem oft um það sama frá mismunandi sjónarhornum, þannig að ég hugsa að það er alveg margt í kjarna efnisins tekið frá hvar ég var þegar ég byrjaði að pæla svona mikið í samböndum og hvernig við erum tilbúin að breyta öllu í okkur sjálfum til að falla í kramið hjá ákveðnum aðilum.“

Lifir fyrir vinnuna

Síðasta haust skrifaði Axel undir samning hjá útgáfurisanum Sony í Amsterdam. Hann flutti í kjölfarið út til Amsterdam til að vera nær útgáfunni og aðdáendum sínum í Hollandi. Hann segir að samstarfið hafi ekki gengið eins og hann vildi, því hafi hann losað sig undan þeim samningi í janúar síðastliðinn. Hann byrjaði að að vinna með umboðsmanni frá London og vildi því flytja til Bretlands til að vera nær honum og teyminu sem hann vinnur með. Hann fann sér því íbúð við ströndina í Brighton og býr þar sem stendur.

Axel segist sakna fjölskyldu sinnar og vina á hverjum degi. „En akkúrat núna er lífið mitt ekki á Íslandi þar sem að ég lifi fyrir vinnuna, skapa og ferðast með músikina hvert sem ég get. Ég er að taka nokkur ný verkefni að mér í Bretlandi eftir sumarið þannig að það lítur út fyrir að ég verð þar í dágóða stund ef Brexit hendir mér ekki úr landi,“ segir Axel Flóvent.

Axel Flóvent tók þátt í Músíktilraunum árið 2016.
Axel Flóvent tók þátt í Músíktilraunum árið 2016. Þórður Arnar Þórðarson

Í sumar er hann að ferðast um og spila á nokkrum tónlistarhátíðinum. Meðfram því undirbýr hann tónleikaferðalag sitt um Evrópu sem verður í nóvember og desember. Axel mun meðal annars koma fram á Iceland Airwaves. „Á milli þess er ég að semja og klára nýtt efni og að undirbúa næstu skref eins og alltaf,“ segir Axel.  

Hann stefnir á að gefa út fleiri lög á næstu mánuðum og smáskífu í október. Eftir tónleikaferðalagið stefnir hann svo á að taka upp fyrstu breiðskífu sína í janúar, sem er væntanleg á næsta ári. Hægt er að fylgjast með Axel Flóvent á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant