Yfir 23.000 miðar seldir á Guns N' Roses

Axl Rose söngvari og Slash gítarleikari á tónleikum Guns N' …
Axl Rose söngvari og Slash gítarleikari á tónleikum Guns N' Roses á Parken í Kaupmannahöfn í lok júní. AFP

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki.

Í fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að rúmlega 23 þúsund miðar hafi þegar verið seldir og því er enn hægt að verða sér úti um miða á tónleikana.

Ákvörðun um að takmarka áhorfendafjölda við 26.900 var tekin í samráði við sýslumannsembættið, starfsfólk Laugardalsvallar og erlenda sérfræðinga í tónleikauppsetningu sem starfa fyrir tónleikaferðalag Guns N‘ Roses.

Skipuleggjendur hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að virða þolmörk leikvangsins og einnig viljað ganga úr skugga um að fjöldi áhorfenda yrði hæfilegur til að öryggi væri ávallt í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu tónleikahaldara.

Tónleikasvæðið verður opnað snemma á þriðjudag, eða klukkan 16:30. Íslenska sveitin Brain Police og bandaríska sveitin Tyler Bryand & The Shakedown hita upp, en aðalnúmer kvöldsins, Guns N‘ Roses, mætir svo á sviðið um kl. 20 og spilar fram eftir kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson