Kelly Osbourne tjáir sig um fíknina

Kelly Osbourne fór fyrst í meðferð 19 ára.
Kelly Osbourne fór fyrst í meðferð 19 ára. Jason Kempin

Raunveruleikaþáttastjarnan fyrrverandi Kelly Osbourne talaði opinskátt um baráttu sína við fíkniefni í morgunþætti í vikunni. Hún segist vera harmi slegin yfir fréttunum af Demi Lovato, en Lovato var flutt með hraði á sjúkrahús eftir ofskömmtun lyfja á þriðjudagskvöldið. 

Osbourne hefur sjálf glímt við fíkn og hefur notað fíkniefni síðan hún var unglingur, líkt og Lovato. Hún segist þekkja það að vera í sviðsljósinu í brothættu ástandi og sendir góða strauma til Lovato á þessum erfiðu tímum. 

Osbourne segir einnig að það erfiðasta fyrir fíkla sé að falla, eftir að hafa farið í gegnum meðferð og tólf spora kerfið. Þær Lovato þekkjast persónulega, en Osbourne segist aðeins geta talað frá sínu sjónarhorni og sagt frá sinni reynslu. 

Hún segir fíkn vera geðsjúkdóm og telur sig hafa fæðst með þann sjúkdóm. Osbourne hefur áður tjáð sig um fíkn sína en hún fór fyrst í meðferð þegar hún var 19 ára. Hún féll ári síðar og hefur farið nokkrum sinnum í meðferð síðan, en hún er 33 ára í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson