Allt eða ekkert – sumarlagið í ár

María Magnúsdóttir kemur fram undir listamannanafninu MIMRA.
María Magnúsdóttir kemur fram undir listamannanafninu MIMRA. Ljósmynd/Tinna Schram

Tónlistarkonan María Magnúsdóttir, eða MIMRA, sendi frá sér popplagði „Allt eða ekkert“ í dag. Lagið fjallar um manneskju sem leggur spilin á borðið og játar loks fyrir þeim sem hún er að hitta hvernig henni raunverulega líður. Ástin og sumarið eru einkennandi fyrir þetta grípandi popplag sem jafnvel hörðustu rokkarar ættu að geta dillað sér við. 

Lagið vann MIMRA í samvinnu við Daða Birgisson sem sá um hljóðhönnun og mix. Um hljómjöfnun sá Bjarni Bragi Kjartansson en útgáfan er styrkt af STEF. 

María Magnúsdóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu MIMRA, gaf út plötuna Sinking Island árið 2017. Hún gaf nýverið út myndband við titillag plötunnar. Í sumar hefur hún verið dugleg að flytja tónlist sína og kom fram á 11 tónleikum á 13 dögum í júní síðastliðnum. Lag MIMRA má finna á Spotify og YouTube. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson