Brutu konunglega hefð á brúðkaupsnóttina

Hertogaynjan Katrín og Vilhjálmur Bretaprins sváfu í Kensington-höll á brúðkaupsnóttina.
Hertogaynjan Katrín og Vilhjálmur Bretaprins sváfu í Kensington-höll á brúðkaupsnóttina. AFP

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins sváfu í Kensington-höll á brúðkaupsnóttinni, en þau giftu sig árið 2011. Það var í fyrsta skipti sem konungleg brúðhjón hafa eytt nóttinni þar en venjan er að brúðhjónin haldi strax af stað í brúðkaupsferðina. 

Þau Katrín og Vilhjálmur eru ekki þekkt fyrir að brjóta konunglegar hefðir, kyssast eða leiðast ekki oft á almannafæri og eru alltaf klædd samkvæmt venjum og hefðum. Það kemur því á óvart að þau hafi brotið þessa konunglegu hefð. 

Það var þó ástæða fyrir því að þau eyddu nóttinni í Kensington-höll, en Vilhjálmur þurfti að vinna en hann starfaði enn þá sem flugmaður hjá breska flughernum. Þau lögðu því ekki af stað í brúðkaupsferðina fyrr en 10 dögum eftir brúðkaupið. 

Árið 1947 eyddu Elísabet önnur Bretadrottning og Filippus Bretaprins brúðkaupsnóttinni í húsi frænda Filippusar í Broadlands. Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar og Filippusar, og Mark Phillips héldu strax af stað í sína brúðkaupsferð árið 1973. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson