Ætlar ekki að setja hring á fingurinn

Jennifer Lopez og Alex Rodriques eru ákaflega ástfangin. Þau eru ...
Jennifer Lopez og Alex Rodriques eru ákaflega ástfangin. Þau eru á Ítalíu um þessar mundir. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Jennifer Lopez ætlar að gera hlutina öðruvísi í þetta skiptið. Hún hefur ákveðið að leyfa sambandinu sínu við Alex Rodrigues að þróast hægt og rólega og hún ætlar ekki að gifta sig í þetta skiptið.

Lopez og Rodriguez lifa eins og hjón í dag. Þau deila ábyrgð á nánast öllu saman eins og fram kemur í fjölmiðlum reglulega. En Lopez hefur látið eftir sér hafa að hjónabönd séu ekki fyrir hana. 

Fólkið er ánægt með þessa ákvörðun hennar. Enda á hún fjölmörg hjónabönd að baki. Árið 1997 - 1998 var hún gift kúbönskum barþjón að nafni Ojani Noa. Hún gekk í hjónaband með Cris Judd árið 2001 og varði það í eitt ár. Hún trúlofaðist Ben Affleck það sama ár. Strax eftir að þeirra sambandi lauk giftist hún vini sínum Marc Anthony. Þau skildu árið 2014. það var svo í fyrra sem hún byrjaði að hitta Alex Rodrigues. 

Parið virkar mjög hamingjusamt að sjá og sýnist Lopez loksins vera búin að finna hinn eina sanna. Sem er kannski ástæðan fyrir því að henni liggur ekkert á í þetta skiptið.

Rodrigues póstaði þessu myndbandi af kærustunni óvænt á Twitter. Þar sést hvað hann er hrifinn af henni. Enda ekki að undra. Söng- og leikkonan er frábær á sviði. Hvort heldur sem er undirbúin eða óvænt. 

mbl.is