Endurkoma Indriða á Twitter vakti kátínu

Jón Gnarr í hlutverki Indriða í Fóstbræðrum.
Jón Gnarr í hlutverki Indriða í Fóstbræðrum. skjáskot

Grínistinn Jón Gnarr kom notendum á Twitter skemmtilega á óvart í gærkvöldi þegar hann tók áskorun Geirs Finnssonar um að lesa upp athugasemd Jóns Vals Jenssonar í Indriða-karakternum. Indriði er karakter úr Fóstbræðrum sem hefur notið mikilla vinsælla. 

Athugasemdina skrifaði Jón Valur á Facebook þar sem hann er ekki sáttur með málninguna á Skólavörðustíg í tilefni Hinsegin daga og hinseginfræðslu sem Samtökin 78 bjóða upp á í grunnskólum. Uppsetningin þykir minna á talanda Indriða, sem er yfirleitt hneykslaður á einhverju sem er að gerast. 

Upplestur Jóns hefur notið mikilla vinsælda á Twitter og þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjú þúsund manns líkað við færsluna. 

Halda skal því til haga að jafnréttismenntun er í námskrá grunnskóla, líkt og Halldór Auðar Svansson bendir á og því ásakanir Jóns Vals ekki á rökum reistar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant