Gera grín að nýjustu nærfatamynd Kim

Myndin sem Kim birti.
Myndin sem Kim birti. skjáskot/Instagram/kimkardashian

Það er ekkert nýmæli að Kim Kardashian birti mynd af sér á nærfötunum einum saman. Hún birti mynd af sér nýlega í nærfötum úr nærfatalínu Yeezy og í Yeezy-skóm liggjandi uppi í rúmi. Netverjar hafa keppst um að gera grín að myndinni, en Kim liggur í hálfundarlegri stöðu á henni. Kim hefur verið klippt inn í margar skemmtilegar aðstæður og benda netverjar einnig á að hún sé í skónum uppi í rúmi. 

mbl.is