Birti myndir af Stormi í tilefni dagsins

Þær mægður, Stomi og Kylie Jenner.
Þær mægður, Stomi og Kylie Jenner. skjáskot/Instagram/kyliejenner

Kylie Jenner er 21 árs í dag og braut sínar eigin reglur í tilefni dagsins. Kylie gaf það út snemma í sumar að hún væri hætt að birta myndir af dóttur sinni Stormi, þar sem sést í andlit hennar. Í kjölfarið tók hún út myndir af henni. 

Nú hefur hún hins vegar birt tvær nýjar myndir þar sem sést í andlit hennar. Þá skeytti hún saman myndum af Stormi og myndum af sér sjálfri á svipuðum aldri, en þær mæðgur eru nokkuð líkar. 

Líkar mæðgur.
Líkar mæðgur. skjáskot/Instagram/kyliejenner

bringing in my birthday tonight with my most special gift. What was life before you, Stormi. I love you my little angel.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Aug 9, 2018 at 1:30pm PDT
mbl.is