Fékk Gilmore Girls-draum sinn uppfylltan

Gilmore-mæðgurnar, Lorelai og Rory.
Gilmore-mæðgurnar, Lorelai og Rory.

Ofuraðdáandinn Molly Larimer fékk Gilmore Girls-draum sinn uppfylltan þegar kærasti hennar Sebastian bað hennar í garðskálanum í Stars Hollow í síðustu viku. 

Parið var í skoðunarferð um leikmyndina sem var notuð í þáttunum, bæinn Stars Hollow, þar sem saga þeirra Gilmore-mæðgna fór fram. Í skoðunarferðinni var farið um bæinn og þegar komið var að garðskálanum spurði leiðsögumaðurinn hvort einhverjir í hópnum væru miklir Gilmore Girls-aðdáendur. Larimer og Sebastian réttu upp hönd og bað því leiðsögumaðurinn þau að fara með improv-þátt í garðskálanum. Larimer sagðist hins vegar hafa komið hingað til að sinna ákveðnu erindi. Hann fór því næst á skeljarnar og bað Larimer. 

Í garðskálanum fræga.
Í garðskálanum fræga. skjáskot/Twitter

Larimer birti myndband að bónorðinu á Twitter og sagðist vera í skýjunum með bónorðið í garðskálanum fræga. Aðdáendur Gilmore Girls eiga að þekkja garðskálann en í honum gerast margir stórir hlutir í þáttunum. Meðal annars sitja þær mæðgur, Lorelai og Rory, í honum í lokasenu síðasta þáttarins í aukaseríunni sem sýnd var á Netflix 2016.

mbl.is