Lovato hefur aflýst tónleikaferðalaginu

Demi Lovato er komin í meðferð og búin að aflýsa ...
Demi Lovato er komin í meðferð og búin að aflýsa restinni af tónleikaferðalaginu. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Demi Lovato hefur aflýst tónleikum sem hún átti að koma fram á í september og nóvember. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaferðalagi hennar Tell Me You Love Me og áttu að fara fram í Mexíkó, Chíle, Argentínu og Brasilíu. 

Lovato var flutt á sjúkrahús í lok júlí í kjölfar ofskömmtunar fíkniefna. Hún var þungt haldin í nokkurn tíma á eftir, en er nú útskrifuð og komin í meðferð. 

Tónlistarkonan hefur glímt við geðsjúkdóma og fíkn allt frá því hún var unglingur. Hún var á miðju tónleikaferðalagi þegar hún var lögð inn á sjúkrahúsið og hafði komið fram á rúmlega fjörutíu tónleikum frá því í lok febrúar. 

mbl.is