Rob Kardashian er að hugsa um heilsuna

Rob Kardashian er að hugsa um heilsuna.
Rob Kardashian er að hugsa um heilsuna. skjáskot/Instagram

Kris Jenner, höfuð Kardashian/Jenner fjölskyldunnar, segir að einkasonur hennar Rob Kardashian sé að hugsa um heilsuna og vinna í sjálfum sér. Kris forðast oft spurningar um Rob í viðtölum, en sagði í viðtali við Us Weekly að Rob sé væntanlegur í 16. seríu Keeping Up With the Kardashians. 15. sería þáttanna er í sýningu sem stendur. Keeping Up With the Kardashians er raunveruleikaþáttur sem fjallar um líf Kardashian/Jenner-fjölskyldunnar.

Ólíkt systrum sínum, Kim, Khloé, Kourtney, Kylie og Kendall, er Rob lítið í sviðsljósinu. Hann hefur ekki verið með þeim í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar upp á síðkastið. Hann var með sinn eigin raunveruleikaþátt með þáverandi unnustu sinni Blac Chyna, Rob & Chyna. Þau rifust mikið í þáttunum og eru hætt saman núna. 

Ólíkt systrum sínum deilir hann fáum myndum af sjálfum sér á samfélagsmiðlum, en hann hefur átt í erfiðleikum með heilsuna. Hann þyngdist mikið á einu ári og greindist með sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Fjölskyldan gaf seinna út að hann væri búinn að sigrast á einkennum sykursýkinnar. 

Rob deildi þó nýlega mynd af dóttur sinni og Blac Chyna, Dream. 

mbl.is