Segist hafa skellt á Harry bretaprins

Pabbi Meghan virðist vera staðráðinn í því að vera til …
Pabbi Meghan virðist vera staðráðinn í því að vera til vandræða. AFP

Thomas Markle, pabbi Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist hafa skellt á tilvonandi tengdason sinn þegar þeir ræddu saman fyrir brúðkaupið. Markle giftist Harry bretaprins 19. maí síðastliðinn.

Thomas segir að Harry hafi áminnt hann fyrir að hafa látið papparazzi-ljósmyndara taka myndir af sér máta föt fyrir brúðkaupið. Hann játar að myndatakan hafi ekki verið raunveruleg en segir að það hafi sært hann að fá skammir fyrir það svo stuttu eftir að hann fékk hjartaáfall. 

Þá játar Thomas að hafa logið að prinsinum í símann, nokkrum dögum fyrir brúðkaupið. Hann sagði Harry að hann hefði ekki greitt fyrir myndatökuna. Hann segist hafa lokið símtalinu á þessum orðum „Kannski væri það bara betra fyrir ykkur ef ég væri dáinn, þá gætuð þið þóst vera sorgmædd,“ og síðan skellt á Harry.

Thomas Markle hefur verið til trafala síðan í vor og ítrekað komið fram í fjölmiðlum í óþökk dóttur sinnar og Kensington-hallarinnar. Þetta virðist vera nýjasta útspil hans en fyrir skömmu kom hann fram og sagðist ekki geta sent dóttur sinni afmæliskveðju. Meghan Markle varð 37 ára 4. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant