Segir Nicki Minaj hafa reynt að drepa sig með hníf

Nicki Minaj og Safaree voru saman í 12 ár.
Nicki Minaj og Safaree voru saman í 12 ár. Samsett mynd

Rapparinn Safaree, fyrrverandi kærasti rapparans Nicki Minaj, ásakar hana um að hafa reynt að drepa hann með hníf. Safaree greindi frá þessu á Twitter í gærkvöldi, en Minaj svaraði honum um hæl og neitar ásökununum. 

Nicki Minaj gaf út plötuna Queen í síðustu viku.
Nicki Minaj gaf út plötuna Queen í síðustu viku. skjáskot/Instagram

Parið var saman í tólf ár, en þau hættu saman árið 2014. Safaree er einnig rappari eins og Minaj, en hefur hann ekki náð eins langt í bransanum og hún. 

Safaree skrifar „Manstu kvöldið þegar þú skarst mig og ég dó næstum því. Lögreglan og sjúkrabíllinn þurftu að færa mig úr húsinu á sjúkrabörum og ég þurfti að ljúga að þeim að ég hafi reynt að fremja sjálfsvíg svo þú færir ekki í fangelsi.“

Minaj segir í svari sínu að hann sé lygari og að guð muni refsa honum fyrir að ljúga. Síðan segist hún ætla að einblína á það góða í lífi sínu. Hún sé stolt af nýrri plötu sinni, Queen, sem kom út í síðustu viku og hann ætti líka að vera stoltur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.