Taylor Swift hélt aftur af tárunum á tónleikum

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift þurfti að halda aftur af tárunum á tónleikum í gærkvöldi þegar hún talaði um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir. Eitt ár er síðan kviðdómurinn trúði henni og maðurinn sem áreitti hana kynferðislega var dæmdur. Swift opnaði sig um atvikið á tónleikum í Tampa í Flórída í gærkvöldi. 

„Á þessum degi fyrir ári dæmdi kviðdómurinn mér í hag og sagði að þau tryðu mér. Mér verður hugsað til allra þeirra sem er ekki trúað og allra þeirra sem þora ekki að segja frá vegna þess að þeir eru hræddir um að þeim verði ekki trúað,“ sagði Swift á sviðinu.

mbl.is