Madonna heldur upp á sextugsafmælið

Tónlistargyðjan Madonna er sextug í dag. Hún heldur upp á daginn með börnum sínum í Marakesh í Marokkó. Madonna er nú búsett í höfuðborg Portúgals, Lissabon ásamt fjórum yngstu börnum sínum, en hún á sex börn. Elsta dóttir hennar, Lourdes Leon er 21 árs og á hún hana með leikaranum Carlos Leon. Hún á hinn 18 ára gamla Rocco með leikstjóranum Guy Ritchie. Madonna hefur ættleitt fjögur börn, Davd Banda 12 ára, Mercy James 12 ára og tvíburana Estere og Stella 5 ára.

Ferill Madonnu hófst á 9. áratugnum og reis hún hratt upp á stjörnuhimininn. Hún gaf út fyrstu plötu sína, Madonna, árið 1983. Platan sem kom henni þó á kortið var Like A Virgin sem kom út ári síðar. Like A Virgin var fyrsta platan eftir kvenflytjanda sem seldist í yfir fimm milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Hún fylgdi plötunni eftir einstökum flutning á titillaginu á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni sama ár. Þá kom hún fram í brúðarkjól ofan á risavaxinni brúðartertu og renndi sér niður á sviðið.  

Madonna hefur ögrað heiminum með framkomu sinni og stíl allt frá því á 9. áratugnum. Árið 1992 gaf hún út plötuna Erotica og sófaborðs bókina Sex. Í bókinni eru meðal annars nektarmyndir af Madonnu sjálfri. Þá lék hún í söngleikjakvikmyndinni Evita árið 1996 og vann Golden Globe verðlaun fyrir túlkun sína á Evu Perón.

Tónleikar og tónleikaferðalög Madonnu í gegnum árin hafa ítrekað vakið athygli. Mörgum er kannski minnisstætt þegar hún kyssti söngkonurnar Britney Spears og Christina Aguilera á sviðinu á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2003. 

Í janúar á þessu ári greindi hún frá því að fjórtánda plata hennar væri í bígerð. Hún kom fram á MetGala í maí og söng þar nýtt lag kallað Beautiful Game, ásamt lagi sínu Like A Prayer og lagi Leonard Cohen Hallelujah.

Hún er á meðal 100 mestu áhrifavalda í tískusögunnar. Madonna hefur unnið til fjölda verðlauna á glæstum ferli sínum, þar á meðal sjö Grammy verðlaun.

Madonna hefur unnið mikið í hjálparstarfi í Malaví í Afríku og árið 2006 stofnaði hún hjálparsamtökin Raising Malawi. Samtökin miða að því að bæta heilbrigðisþjónustu og skólakerfið í Malaví. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson