40 ár síðan „Koppafeiti“ var frumsýnd

Söngleikjakvikmyndin Koppafeiti eða Grease var fyrst frumsýnd 16. júní árið 1978. Kvikmyndin, sem vann sig á óvæntan hátt inn í hjörtu heimsbyggðarinnar, fagnar því fjörutíu ára afmæli í ár. Kvikmyndin var gerð að söngleik og hefur verið sett á svið í leikhúsum víða um heim.

John Travolta fór með hlutverk kvennabósans Danny og Olivia Newton-John fór með hlutverk hinnar saklausu Sandy í kvikmyndinni. 

Sýningin hefur verið sett upp þrisvar sinnum hér á landi af atvinnuleikurum. Söngleikurinn var settur upp í Borgarleikhúsinu árið 1998 með þeim Rúnari Frey Gíslasyni og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum. Þýðingin á verkinu og söngtextunum var í höndum Veturliða Guðnasonar. Grease var aftur sett upp árið 2003 með þeim Birgittu Haukdal og Jónsa í Svörtum fötum í aðalhlutverkum. Síðast var söngleikurinn á sviði Loftkastalans árið 2009 og fóru þau Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartur Guðmundsson með hlutverk Danny og Sandy.

Wiltern-leikhúsið í Los Angeles í Bandaríkjunum hélt upp á tímamótin í gærkvöldi með sýningu á kvikmyndinni. Sjá má frá sýningunni í spilaranum hér að ofan, en bíógestir mættu margir hverjir í búningum. Hér fyrir neðan má svo hlusta á íslensku útgáfuna af laginu Grease is the Word í flutningi Selmu Björns og Rúnars Freys.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson