Búinn að endurheimta Herra heimur-bikarinn frá 1969

Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. AFP

Fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, leikarinn og líkamsræktarfrömuðurinn Arnold Schwarzenegger, hefur endurheimt bikarinn sem hann vann í keppninni Herra heimur árið 1969. 

Schwarzenegger hreppti titilinn Herra heimur árið 1969 og fékk bikar að launum. Hann geymdi bikarinn heima hjá mömmu sinni, sem síðar gaf aðdáanda hans bikarinn án þess að segja Schwarzenegger. Þannig týndist bikarinn og hefur verið týndur síðan þá. 

Schwarzenegger fékk orð af bikarnum nýlega þegar hann var í líkamsræktarstöð í Búdapest í Ungverjalandi. Eigandi líkamsræktarstöðvarinnar kom honum í samband við meistara í bekkpressu að nafni Lorand Berke. Í ljós kom að Berke var aðdáandinn sem fékk bikarinn í hendurnar frá mömmu Schwarzenegger. Berke kom bikarnum í hendur Schwarzenegger sem staðfesti að um hinn upprunalega bikar var að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson