Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

Kjaftstopp. Bubbi Morthens segir það forréttindi að syngja fyrir fjórðu …
Kjaftstopp. Bubbi Morthens segir það forréttindi að syngja fyrir fjórðu kynslóð Íslendinga. Mynd/Rigg ehf.

Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Hann hrósaði Friðriki Ómari Hjörleifssyni, tónleikahaldara og eiganda Rigg ehf., fyrir glæsilega tónleika og skipulagningu, en þetta voru sjöttu tónleikarnir sem Rigg ehf. bauð upp á. „Þetta var upplifun sem fer á topp 10 á mínum ferli takk öll þið sem deilduð sviðinu með mér,“ segir hann í ummælum á Facebook hjá Friðriki Ómari að tónleikum loknum.

Krefjandi að fela Bubba Morthens

Þetta var í fyrsta sinn sem Bubbi kom fram á Fiskidagstónleikunum og Friðrik Ómar hafði beðið Bubba að ljúka tónleikunum í ár og það yrði að vera óvænt. „Þannig að við æfðum í leyni með hljómsveitinni og tókum eitt rennsli,“ segir Bubbi. Friðrik Ómar segir engan í verkefninu, nema hljómsveitina sem æfði með honum, hafa vitað af þessu. „Hann kom bara baksviðs þegar það voru tvö lög í hann. Við þurftum að koma honum frá Akureyri og upp í frystihús, í gegnum bæ sem er troðfullur,“ segir Friðrik Ómar í spjalli við þáttastjórnendur Magasínsins. „Það er krefjandi að fela Bubba Morthens. Ég skal alveg viðurkenna það. En það tókst. Þetta var meiri háttar og Bubbi stóð sig eins og hetja. Þetta var rosalegt moment,“ útskýrir Friðrik Ómar.

Bubbi hrifinn af störfum Friðriks Ómars

Bubbi mætti svo á svið við mikinn fögnuð viðstaddra og byrjaði á laginu Hiroshima. Í framhaldinu flutti hann ásamt hljómsveitinni lögin „Stál og hníf“ og „Rómeó og Júlíu“. Að því loknu komu Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Matti Matt inn á svið og saman fluttu þeir lagið „Mýrdalssand“.

Bubbi hafði gaman af samstarfinu við Friðrik Ómar, en þeir höfðu ekki unnið saman áður. Hann segir Friðrik Ómar sporgöngumann og „mögulega einn besti tónleikahaldarinn á Íslandi, sem hefur lagt nýjar línur“.

„Djöfull ertu seigur gamli“

Bubbi lýsir því á einlægan hátt hvernig listamaðurinn efast um vinsældir og fylgjendur á einhverjum tímapunkti. Hann segist meðvitaður um trygga aðdáendur allt frá árinu 1980, en að sá hópur eldist og því erfitt að átta sig á fylgjendum tónlistarinnar í dag. „Þannig að þegar ég kom inn á sviðið, þar sem 30.000 manns tóku á móti mér, þá var ég auðvitað alveg kjaftstopp yfir móttökum. Það eru engin orð sem fá því lýst hvers konar móttöku ég fékk þarna.“ Hann segir það ólýsanlega tilfinningu þegar unglingar, krakkar og fullorðnir standi og syngi með hverju einasta orði sem flutt er og fagnaðarlætin eftir því. „Maður hugsar ja hérna hér, djöfull ertu seigur gamli!“ segir Bubbi að lokum og hlær.

Greinin birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. ágúst. 

Kanónur. Matti Matt, Friðrik Ómar og Eyþór Ingi fluttu lagið …
Kanónur. Matti Matt, Friðrik Ómar og Eyþór Ingi fluttu lagið Mýrdalssand með Bubba. Lagið sömdu og sungu Bubbi og Rúnar Júl á sínum tíma með GCD. Mynd/Rigg ehf.
Fjölmenni. Reiknað er með að um 36 þúsund manns hafi …
Fjölmenni. Reiknað er með að um 36 þúsund manns hafi komið saman á Fiskideginum í ár. Mynd/Rigg ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson