Margverðlaunaður danshöfundur til Akureyrar

Samkomuhúsið á Akureyri.
Samkomuhúsið á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Leikfélag Akureyrar hefur ráðið breska danshöfundinn Lee Proud til að sjá um sviðshreyfingar í söngleiknum Kabarett í haust. Proud er margverðlaunaður danshöfundur og samdi meðal annars dansins fyrir uppsetningu Borgarleikhússins á Billy Elliot, Mary Poppins, Mamma Mia og Rocky Horror. Hann hefur einnig komið að fjölda annarra söngleikja víða um heim. 

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Kabarett en stefnt er á að frumsýna verkið 26. október næstkomandi. „Við duttum í lukkupottinn að fá jafneftirsóttan atvinnumann og stjörnu í danshöfundaheiminum til Akureyrar en Lee er mjög spenntur fyrir að vinna í hinu sögufræga Samkomuhúsi,“ segir Marta Nordal.

Söngleikurinn Kabarett var frumfluttur á Broadway í New York árið 1966 og varð strax vinsæll söngleikur. Tveimur árum seinna var hann fluttur í London og hefur oft verið settur upp á Broadway og í London í gegnum árin. Kvikmynd var gerð eftir söngleiknum árið 1972 með Michael York og Liza Minelli í aðalhlutverkum. Myndin sló í gegn og hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1973.

Marta Nordal mun leikstýra Kabarett.
Marta Nordal mun leikstýra Kabarett. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson