Brast í grát í útvarpsviðtali

Ariana Grande á One Love Manchester tónleikunum 4. júní 2017.
Ariana Grande á One Love Manchester tónleikunum 4. júní 2017. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande brast í grát í útvarpsviðtali um helgina þegar hún ræddi nýja lagið sitt „Get Well Soon“ eða „Láttu þér batna fljótt“.

Grande segir lagið vera samið með hryðjuverkaárásina í Manchester í huga og fjalli um að hjálpa fólki að komast í gegnum hræðslu og kvíða. Hryðjuverkaárás var gerð við tónleikahöll í Manchester í lok tónleika Grande í maí í fyrra. 

„Mig langaði bara að knúsa fólk, í gegnum tónlistina. Mér finnst lagatextinn vera pínu væminn þegar ég tala um að vilja knúsa þig og þannig, en mig langar það samt. Ég veit ekki. Fólk verður að vera betra við hvert annað,“ segir Grande. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant