Eiga mest seldu plötu allra tíma

Don Henley og Joe Walsh úr The Eagles á tónleikum.
Don Henley og Joe Walsh úr The Eagles á tónleikum. AFP

Safnplata með bestu lögum hljómsveitarinnar The Eagles er orðin mest selda plata allra tíma, samkvæmt nýjum lista samtaka bandarískra plötuútgefenda.

The Eagles: Their Greatest hits 1971-75, sem inniheldur bestu lög fyrstu fjögurra platna sveitarinnar hefur selst í 38 milljónum eintaka og veltir þar með Thriller með Michael Jackson úr sessi. Hún hefur selst í 33 milljónum eintaka.

Safnplatan var lengi vel í efsta sætinu en missti Thriller fram úr sér árið 2009 eftir lát Jackson.

Hotel California, plata The Eagles frá árinu 1976 með samnefndu smáskífulagi, er í þriðja sæti á listanum með 26 milljónir seldra eintaka.

Tekið var bæði mið af sölu platna í föstu formi og sem streymi.

Mest selda plata allra tíma í versluninni Amoeba Music í …
Mest selda plata allra tíma í versluninni Amoeba Music í San Francisco í Kaliforníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson