Líkti konungsfjölskyldunni við Vísindakirkjuna

Faðir Meghan Markle hefur verið duglegur að tjá sig í …
Faðir Meghan Markle hefur verið duglegur að tjá sig í fjölmiðlum. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hefur enn á ný stigið fram og tjáð sig um dóttur sína og nýju fjölskylduna hennar. Í viðtali við The Sun líkir hann bresku konungsfjölskyldunni við Vísindakirkjuna. 

„Þau eru annaðhvort eins og Vísindakirkjan eða The Stepford-fjölskyldan,“ sagði Thomas og vísar þar í kvikmyndina The Stepford Wives. Hugtakið er oft notað til að lýsa konum sem hafa enga stjórn eða frelsi í hjónabandi sínu, líkt og konurnar í kvikmyndinni. 

„Ef þau heyra einhvern segja eitthvað, þá skella þau bara hurðinni í lás. Þau þurfa að láta í sér heyra,“ sagði Thomas og líkir þessari hegðun við trúarreglu. „Kannski eru þau með leynilegt handaband líka. Þú mátt ekki spyrja spurninga um þau, þau munu ekki svara,“ sagði Thomas.

Thomas hefur farið hamförum í fjölmiðlum síðan dóttir hans Meghan giftist Harry Bretaprins. Hann hefur ekki talað við dóttur sína síðan daginn fyrir brúðkaupið og þykir það miður. Enginn úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um málið opinberlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant