James Bond-leikstjóri hættur

Leikstjóri næstu kvikmyndar um James Bond, Danny Boyle, hefur sagt …
Leikstjóri næstu kvikmyndar um James Bond, Danny Boyle, hefur sagt upp vegna ágreinings. AFP

Leikstjórinn Danny Boyle hefur hætt við að leikstýra næstu kvikmynd um spæjarann James Bond. Samkvæmt tilkynningu á Twitter-síðu Bond-myndanna í dag kemur fram að Boyle hafi ákveðið að hætta vegna ágreinings, segir frétt BBC. Til stendur að hefja tökur á kvikmyndinni í desember.

Boyle, sem er þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt myndinni Trainspotting, átti að leikstýra nýrri Bond-mynd sem yrði 25. myndin um 007.

Tilkynningin um ákvörðun Boyle kom í kjölfar yfirlýsingar framleiðendanna Michael G. Wilson og Barbara Broccoli ásamt leikaranum Daniel Craig um að listrænn ágreiningur hafi átt sér stað og að Boyle hætti vegna þessa.

Líklega mun myndin sem um ræðir verða sú síðasta sem Craig leikur í, en samningur hans nær til fimm mynda. Áður hefur hann haft hlutverk Bond í myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler