Katrín Lea hreppti titilinn Miss Universe Iceland

Katrín Lea.
Katrín Lea. skjáskot/instagram

Katrín Lea Elenudóttir vann í gærkvöldi í fegurðarkeppninni Miss Universe Iceland 2018. Katrín er 19 ára gömul og bar borðann „Miss Midnight Sun“ eða Ungfrú miðnætursól. Hún mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe 2018 í Bangkok í Taílandi síðar á árinu. 

Þetta var í þriðja skipti sem Miss Universe Iceland fór fram og var keppnin haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Móeiður Svala Magnúsdóttir var í öðru sæti og Sunneva Sif Jónsdóttir í því þriðja.

Katrín Lea stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og talar þrjú tungumál. Hún skrifar á Instagram að hún hafi oft verið spurð út í nafnið á borðanum sem hún bar. Hún segir að miðnætursólin hafi verið fyrsta minning sín af Íslandi, en hún flutti hingað frá Rússlandi sem barn. 

Congratulations to the new Miss Universe Iceland 2018 Katrin Lea Elenudottir ! She will now go on to represent Iceland at the Miss Universe 2018 competition in Bangkok, Thailand ! Photo credit : @north_pole_studio #missuniverseiceland #roadtomissuniverse #missuniverse #missuniverseiceland2018

A post shared by Miss Universe Iceland (@missuniverseiceland) on Aug 21, 2018 at 6:24pm PDT

mbl.is