Líkfundarmálið verður að kvikmynd

Hér eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðsson í …
Hér eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðsson í hlutverkum sínum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 12. október.

Undir halastjörnu er ný íslensk kvikmynd sem byggð er á líkfundarmálinu svokallaða sem átti sér stað árið 2004 á Íslandi. 

Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon en aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Aðrir meðframleiðendur eru Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson.

Umsögn leikstjóra um myndina:

Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina í Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn.

Lögreglan hóf ítarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem kallaður er Mihkel í myndinni. Böndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni.

Með aðalhlutverk fara Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson