Gera grín að taktleysi Theresu May

Fréttastofan AFP birti myndband af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á Twitter í gær þar sem hún dansar með skólakrökkum í Höfðaborg í Suður-Afríku. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og vakið kátínu netverja, en May þykir nokkuð taktlaus í dansinum. May er í opinberri heimsókn í Suður-Afríku um þessar mundir og kom við í Mkhize-barnaskólanum í Höfðaborg.

Margir hafa bent á taktleysi hennar og einnig klippt önnur lög inn á myndskeiðið svo hún virðist dansa við önnur lög. 
mbl.is