Borgarstjórinn í bikíníi

Risastór blaðra í líki borgarstjórans í London, Sadiq Khan, þar sem hann er klæddur bikíníi einu fata hefur sveimað yfir borginni í dag. 

Andstæðingar Khans stóðu fyrir þessu og söfnuðu fé fyrir blöðrunni með hópfjármögnun. Khan sagði að það væri ekkert að því að fólk fylgdist með blöðrunni en tók fram að honum fyndist sundfatnaðurinn ekki fara sér vel.

mbl.is