Tónleikum aflýst vegna raddleysis Bono

Bono á tónleikunum í Berlín á föstudagskvöldið.
Bono á tónleikunum í Berlín á föstudagskvöldið. AFP

Aðdáendur U2 voru að vonum vonsviknir þegar tónleikum hljómsveitarinnar var aflýst í Berlín í gær vegna raddleysis söngvarans, Bono. Sveitin hafði flutt nokkur lög þegar Bono bað áhorfendur afsökunar og sagði: „Ég held að við verðum að hætta. Þetta er ekki boðlegt.“

Þeim sem voru á tónleikunum á Mercedes-Benz-leikvanginum var sagt að um stutt hlé væri að ræða en skömmu síðar að tónleikunum væri aflýst. Bono hét því að U2 myndi skipuleggja aðra tónleika í staðinn.

BBC hefur eftir einhverjum gestum að Bono hafi sagt að ástæðan fyrir raddleysinu væri reykvélarnar við sviðið.

Í tilkynningu frá U2 kemur fram að Bono hafi verið frábæru formi og röddin í fínu lagi fyrir tónleikana og hljómsveitin hlakkað til að hefja leik en um aðra tónleika U2 í Berlín hafi verið að ræða. En eftir nokkur lög hafi Bono gjörsamlega misst röddina. Ekkert amaði að á tónleikunum kvöldið áður. 

Tónleikarnir á föstudagskvöldið voru þeir fyrstu í Evrópuferðalagi U2, Experience + Innocence. Bono var að syngja lagið Red Flag Day þegar röddin gaf sig. 

Frá flutningi lagsins í Berlín í gærkvöldi 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant