Krónprinsinn lagðist undir hnífinn

Friðrik krónprins verður fimmtugur í næsta mánuði og af því …
Friðrik krónprins verður fimmtugur í næsta mánuði og af því tilefni var smellt í nýja mynd. Ljósmynd/Det danske kongehus

Friðrik krónprins Danmerkur neyddist til þess að aflýsa opinberum skyldum sínum næstu tvær vikur þar sem hann er að jafna sig eftir bakaðgerð vegna brjóskloss. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dönsku konungsfjölskyldunnar en aðgerðin fór fram á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. 

„Ég hef mátt þola nokkur bakvandamál í seinni tíð sem gerir það að verkum að ég get ekki hlaupið alveg eins og ég myndi vilja,“ sagði Friðrik samkvæmt Ekstra Bladet um bakvandamál sín í tengslum við konunglega hlaupið sem haldið var í vor í tilefni af 50 ára afmæli hans.

Friðrik krónprins Danmerkur tók þátt í konunglegu hlaupi í vor …
Friðrik krónprins Danmerkur tók þátt í konunglegu hlaupi í vor sem haldi var í tilefni af 50 ára afmæli hans. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.