Segist hafa séð guð

Paul McCartney prófaði ýmislegt á sínum yngri árum.
Paul McCartney prófaði ýmislegt á sínum yngri árum. AFP

Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney segist hafa séð guð þegar hann tók inn ofskynjunarlyf á yngri árum. Atvikið fékk hann til þess að trúa á æðri mátt þó svo að í dag viti hann ekki hver þessi æðri máttur sé. 

Tónlistarmaðurinn, sem er orðinn 76 ára og er að fara að gefa út nýja plötu í vikunni, lýsti atvikinu í Sunday Times að því er kemur fram á vef People en hann segir Robert Fraser galleríeiganda meðal annars hafa verið með sér.  „Við vorum negldir við sófann. Og ég sá þennan ótrúlega himinháa guð og ég varð auðmjúkur,“ sagði McCartney um atvikið. 

„Hann var risastór, eins og óendanlega stór veggur. Fólk getur sagt að þetta hafi bara verið dópið, ofskynjunin, en við báðir, Robert og ég, vorum bara: „Sáuð þið þetta?“ Okkur fannst báðum eins og við hefðum séð æðri veru,“ sagði McCartney.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant