Borgaði fyrir kynlíf með konum í skilnaðinum

Söngkonan Lily Allen.
Söngkonan Lily Allen. AFP

Söngkonan Lily Allen viðurkenndi á dögunum að hafa ráðið konur í fylgdarþjónustu til þess að stunda kynlíf með sér á tónleikaferðalagi eftir að hún hætti með eiginmanni sínum Sam Cooper. Skilnaður Allen og Coopers, sem eiga saman tvö börn, gekk formlega í gegn í ár. 

Allen hefur reynt að útskýra af hverju hún borgaði fyrir kynlíf á þessu tímabili en útskýringarnar hafa verið misjafnar. Daily Mail greinir frá útvarpsviðtali þar sem Allen sagðist í fyrstu ekki geta útskýrt af hverju hún kaus frekar að sofa hjá konum en körlum. Seinna í viðtalinu sagðist hún ekki hafa viljað félagsskap karlmanns. „Og ég var í raun gift. Ég átti eiginmann,“ bætti hún við. 

„Þetta var meira tímabil þar sem ég var ótrúlega einmana og eiginlega að ganga af göflunum,“ sagði söngkonan í öðru viðtali í vikunni. „Ég var að leita að hverju sem er. Leita að útrás. Þetta er í raun ekki lostafull kynlífssaga, þetta snýst frekar um að vera ein á hótelherbergi og langt í burtu frá börnunum mínum og eiginmanni.“

Lily Allen.
Lily Allen. AFP
mbl.is