Hitti nýju kærustuna í meðferðarfríi

Ben Affleck er í meðferð.
Ben Affleck er í meðferð. AFP

Ben Affleck er farinn aftur í meðferð í Kaliforníu eftir að hann sást á heimili sínu í gær, miðvikudag. Þar er hann sagður hafa hitt nýju konuna í lífi sínu, Plaboy-fyrirsætuna Shaunu Sexton, en bíll hennar sást á heimili leikarans. 

Samkvæmt ET var Affleck bara í stuttu leyfi úr meðferðinni og fór heim til sín til þess að æfa en hann er sagður hafa leyfi til þess að æfa heima hjá sér í nokkra tíma á dag undir eftirliti.

Tvær vikur eru síðan Jennifer Garner keyrði Affleck í meðferð en hún er sögð ætla að bíða með að ganga frá skilnaði þeirra þangað til hann lýkur meðferð. Segja heimildarmenn miðilsins að Garner hafi vitað að Affleck hafi hitt Sexton þegar hann fór heim og verið pirruð yfir því.

Skilnaður Jennifer Garner og Ben Affleck hefur enn ekki tekið ...
Skilnaður Jennifer Garner og Ben Affleck hefur enn ekki tekið gildi. AFP
mbl.is