Bumban vakti athygli á tískusýningunni

Lily Aldridge gekk tískupallinn fyrir Brandon Maxwell komin fimm mánuði ...
Lily Aldridge gekk tískupallinn fyrir Brandon Maxwell komin fimm mánuði á leið. AFP

Fyrirsætan Lily Aldridge fram á tískusýningu Brandon Maxwell á tískuvikunni í New York á laugardaginn. Að þessu sinni var Aldridge þó komin fimm mánuði á leið en sýndi rauðan þröngan kjól á tískusýningunni. Fór það ekki fram hjá neinum sem á horfði að þarna gekk ólétt kona. 

Aldridge tilkynnti í ágúst að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum Caleb Followill, söngvara Kings of Leon. Fyrir eiga hjónin sex ára gamla dóttur að nafni Dixie Pearl.

Það þykir nokkuð óvenjulegt fyrir fyrirsætu að ganga ólétt á tískusýningu. Vanalega eru þær allar í frekar litlum númerum sem hin venjulega kona ber sig yfirleitt ekki saman við. Hinar fyrirsæturnar á sýningunni féllu flestar í þann flokk eins og sjá má. 

Frá sýningu Brandon Maxwell.
Frá sýningu Brandon Maxwell. AFP
Frá sýningu Brandon Maxwell.
Frá sýningu Brandon Maxwell. AFP
Frá sýningu Brandon Maxwell.
Frá sýningu Brandon Maxwell. AFP
mbl.is