Æfir nakin fyrir framan spegil

Sarah Hyland fer óvenjulega leiðir þegar kemur að heilsurækt.
Sarah Hyland fer óvenjulega leiðir þegar kemur að heilsurækt. AFP

Modern Family-stjarnan Sarah Hyland viðurkenndi það á dögunum að hún æfði nakin fyrir framan spegil. Sagði stjarnan á Instagram að hún tæki betur á með því að æfa á þennan hátt. 

Leikkonan viðurkenndi að nota þessa aðferð auk þess sem hún mælti með henni fyrir alla þrátt fyrir að vera reglulega gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Þykir Hyland of grönn en hún hefur svarað gagnrýnisröddum meðal annars á þann hátt að hún glími við veikindi. Hyland hefur glímt við nýrnavandamál frá því að hún fæddist og segir að þyngd sín sveiflist upp og niður. 

Sarah Hyland.
Sarah Hyland. AFP
mbl.is