Komin með nýja kærustu

Cara Delevingne er sögð vera komin með nýja kærustu.
Cara Delevingne er sögð vera komin með nýja kærustu. AFP

Tæpur mánuður er síðan að fyrirsætan Cara Delevingne og leikkonan Ashley Benson sáust  kyssast á flugvelli í London. Nú virðist Benson vera búin að staðfesta á Instagram að þær Delevingne séu par með því að skrífa „Mín“ undir mynd af Delevingne auk þess sem hún setti inn tjákn með dónalegri merkingu. 

Í vor var Delevingne með Paris Jackson en það samband virðist hafa siglt sinn sjó og hefur fyrirsætan sést mikið með Benson í sumar. Elle greinir frá því að þær Benson og Delevingne hafi sést saman á kvikmyndahátíðinni í Toronto án þess þó að sýna ást sína opinberlega. 

Ashley Benson er á kvikmyndahátíðinni í Toronto rétt eins og ...
Ashley Benson er á kvikmyndahátíðinni í Toronto rétt eins og Cara Delevingne. AFP
Cara Delevingne í Toronto.
Cara Delevingne í Toronto. AFP
mbl.is