Skilnaðarsögurnar erfiðar

Keith Urban og Nicole Kidman.
Keith Urban og Nicole Kidman. AFP

Tónlistarmaðurinn Keith Urban tjáði sig í útvarpsviðtali á dögunum um hvaða áhrif skilnaðarsögurnar hefðu á fjölskyldulíf hans og Nicole Kidman. Urban er vanur sögusögnunum en segir að þegar börn eru til staðar í hjónabandinu geti þær haft áhrif. 

Urban og Kidman eiga saman tvær dætur, tíu og sjö ára, sem hann segir að skilji ekki alveg af hverju sögusagnirnar séu í fréttum. „Af hverju eru þau að segja þetta,“ segir hann þær segja. „Af því að það selur. Það selur tímarit. Það er eina ástæðan fyrir því að þau gera það,“ svarar hann og segir þann hluta geta verið erfiðan.  

Urban og Kidman giftu sig árið 2006 en þau byrjuðu saman ári fyrr. Hjónabandið þykir ansi langlíft miðað við Hollywood en hjónin eru dugleg að sýna ást sína opinberlega. 

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP
mbl.is