Unglingarnir skemmtu sér yfir hryllingnum

Nýjasta myndinni í The Conjuring-seríunni, The Nun, var frumsýnd í Sambíóunum á föstudaginn. Af því tilefni stóðu Sambíóin fyrir sérstakari miðnætursýningu þar sem hryllingurinn vall af starfsfólkinu. 

Starfsfólk bíósins klæddi sig upp sem djöflanunnur og fengu gestir sýningarinnar að taka af sér myndir með starfsfólkinu. 

Myndin fór beint á toppinn í Bandaríkjunum og víðar um helgina. The Nun gerði stórkostlega hluti á Íslandi um helgina. Alls sáu 7.119 manns myndina en til samanburðar sáu 6.467 manns Lof mér að falla um helgina. Þetta er langstærsta opnun á myndum í The Conjuring- seríunni.

mbl.is