Allir neyddust til að bíða eftir dóttur Trumps

Tiffany Trump í fremstu röð á tískusýningu Taoray Wang.
Tiffany Trump í fremstu röð á tískusýningu Taoray Wang. AFP

Tiffany Trump, dóttir Donalds Trumps og fyrrverandi eiginkonu hans Mörlu Maples, mætti á tískusýningu á tískuvikunni í New York með stæl og mætti alltof seint við litla hrifningu annarra gesta. 

Page Six greinir frá því að tískasýningunni hafi seinkað um 45 mínútur vegna þess að forsetadóttirin lét ekki sjá sig á réttum tíma. Fólk var ekki ánægt með þetta og lýsti reiði sinni á samfélagsmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetadóttirin veldur uppþoti á tískusýningu en í fyrra neituðu tískuritstjórar að sitja við hliðina á henni. 

Tiffany Trump á tískusýningunni umtöluðu.
Tiffany Trump á tískusýningunni umtöluðu. AFP
mbl.is