Fyrst fuku kílóin hreinlega af

Khloe Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn á árinu.
Khloe Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn á árinu. Ljósmynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist dóttur í apríl. Síðan þá hefur hún lagt hart að sér til að ná af sér meðgöngukílóunum. Kardashian segist vera nálægt því að ná markmiðum sínum en það reynist henni mun erfiðara nú en fyrstu þrjá mánuðina. 

Samkvæmt E!  greindi raunveruleikastjarnan frá þessu á smáforriti sínu. Markmið hennar er að missa rúm 22 kíló en hún segist hafa misst 15 kíló fyrstu þrjá mánuðina. „Ég hélt í alvöru að þetta yrði meira vesen þar sem ég hef átt í baráttu við kílóin alla mína ævi,“ sagði stjarnan. 

Kardashian segist oft vera við það að gefast upp en þá reynir hún að minna sig á hversu langan tíma það tók hana að grennast til að byrja með. Hún segist þó ekki vera að setja of mikla pressu á sjálfa sig og eins og er sé hún bara að einbeita sér að móðurhlutverkinu. 

View this post on Instagram

💚 Forever Thankful For It ALL 💚

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Sep 6, 2018 at 4:29am PDTmbl.is