Voru börnin klónuð?

Reese Witherspoon og Ryan Phillippe voru gift á árunum 1999 ...
Reese Witherspoon og Ryan Phillippe voru gift á árunum 1999 til 2007. Samsett mynd

Reese Witherspoon og Ryan Phillippe voru eitt sinn heitasta parið í Hollywood. Þrátt fyrir að rúm tíu ár séu síðan þau skildu geta þau þó engan veginn gleymt hvort öðru þar sem  börnin þeirra tvö eru ótrúlega lík þeim. 

Flest börn eru lík foreldrum sínum en í tilviki barna Witherspoon og Phillippe er hin 19 ára gamla Ava alveg eins og móðir hennar og hinn næstum því 15 ára gamli Deacon alveg eins og faðir hans. 

Mynd sem Phillippe birti á Instagram í tilefni af 19 ára afmæli Övu á mánudaginn talar sínu máli. 

View this post on Instagram

me n mine 🖤

A post shared by ryan (@ryanphillippe) on Sep 9, 2018 at 9:06pm PDT

mbl.is