Búinn að vera dáinn í marga klukkutíma

Mac Miller lést á föstudaginn.
Mac Miller lést á föstudaginn. AFP

Rapparinn Mac Miller var búinn að vera dáinn í marga klukkutíma áður en að hann fannst látinn á föstudaginn og hringt var á neyðarlínuna. TMZ hefur þetta eftir lögreglu sem segir að þetta hafi verið lögreglu og sjúkraflutningafólki ljóst þegar það kom á staðinn. 

Annað sem þykir áhugavert miðað við þessar fréttir er að vinir Millers sem voru með honum á fimmtudagskvöldið fóru ekki heiman frá honum fyrr en snemma á föstudagsmorguninn. 

Talið er að Miller hafi dáið vegna of stórs skammts en þegar lögreglan kom á svæðið fundust hins vegar lítil ummerki um eiturlyfjaneyslu á heimili hans.  Lögreglumennirnir eru sagðir halda að heimili Millers hafi verið þrifið í flýti til þess að fela ummerki um eiturlyfjaneyslu. 

Mac Miller.
Mac Miller. AFP
mbl.is