Dóttir Madonnu stal senunni

Madonna kann að vekja athygli og það kann dóttir hennar ...
Madonna kann að vekja athygli og það kann dóttir hennar greinilega líka. AFP

Lourdes Leon, 21 árs gömul dóttir söngkonunnar Madonnu, vakti mikla athygli á tískuvikunni í New York. Leon kom fram á tískusýningu Gypsy Sport og klæddist rifnum buxum og athyglisverðum brjóstahaldara. 

Leon hefur aðeins reynt fyrir sér í fyrirsætuheiminum en samkvæmt Vouge var Leon þó ekki valin inn í tískusýninguna eins og fyrirsætur eru venjulega valdar inn. Leon bað hönnuð merkisins sjálf um að ganga fyrir merkið.  

View this post on Instagram

#runway

A post shared by Lourdes Leon (@lourdesleon_official) on Sep 11, 2018 at 11:47pm PDT

mbl.is