Eurovision í Tel Aviv og Ísland verður með

Netta frá Ísrael vann Eurovision í ár. Á næsta ári …
Netta frá Ísrael vann Eurovision í ár. Á næsta ári verður keppnin haldin í Tel Aviv. AFP

Eurovision verður haldið í Tel Aviv á næsta ári, en ekki í Jerúsalem eins og margir höfðu talið. Frá þessu er greint á vef söngvakeppninnar.

Ríkisútvarpið greindi í kjölfarið frá því á vef sínum að RÚV mundi taka þátt í keppninni á næsta ári. Skorað hafði verið á RÚV að sniðganga keppnina eftir að ísraelska söngkonan Netta sigraði, vegna ástandsins á Gaza og framferðis ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínumanna.

„Endanleg ákvörðun lá fyrir í morgun þegar ljóst var að Ísraelar, sem halda keppnina, ákváðu að hafa hana í Tel Aviv en ekki Jerúsalem,“ segir í tilkynningu RÚV.

Allar norrænu sjónvarpsstöðvarnar taki þátt í keppninni og hafi norrænu stöðvarnar jafnan verið samstiga í slíkum efnum.

Haft var eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV, að eftir mikla yfirlegu hefði verið  ákveðið að senda fulltrúa frá Íslandi. „Sú ákvörðun grundvallast á því að ekki er um pólitískan viðburð að ræða heldur þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnun hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt,“ er haft eftir Skarphéðni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson